VALMYND ×

Samræmd könnunarpróf í 4. bekk

Á morgun og föstudag verða samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði lögð fyrir nemendur í 4. bekk. Líkt og í 7. bekk í síðustu viku verða prófin lögð fyrir með rafrænum hætti. Almennt gengu prófin í 7. bekk vel og flest vandamál sem upp komu voru leyst í samstarfi Menntamálastofnunar og skólanna. Í nokkrum tilfellum gátu nemendur í 7. bekk ekki ritað broddstafi í ritunarþætti íslenskuprófsins, en það kom ekki að sök þar sem vandamálið var upplýst fyrir próftöku.

Skóladagur hjá 4. bekk verður með hefðbundnu sniði að prófunum slepptum. Nemendur mæta kl. 8:00 í skólann, prófin verða lögð fyrir frá kl. 9:00 - 10:10 og eftir það er hefðbundin kennsla. Nú er bara að vona að fyrirlögnin gangi jafn vel og hjá 7. bekk.

Deila