VALMYND ×

Samræmd könnunarpróf

Á fimmtudag og föstudag verða lögð fyrir samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í 7. bekk. Þær breytingar verða á fyrirkomulagi prófanna að þau verða lögð fyrir með rafrænum hætti. Prófin hefjast klukkan 9:00 báða dagana og er próftími 80 mínútur.

Í næstu viku verður það svo 4. bekkur sem spreytir sig á fimmtudag í íslensku og á föstudag í stærðfræði. Prófin hjá þeim hefjast einnig kl. 9:00 og er próftími 70 mínútur.

Þá hefur verið ákveðið að halda samræmd könnunarpróf að vori í 9. bekk. Nemendur í 10. bekk skólaárið 2016-2017 munu þreyta próf vorið 2017, sömu daga og 9. bekkur, þ.e. dagana 7. - 9. mars.

Deila