Samræmd könnunarpróf
Í næstu viku verða samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk sem hér segir:
Mánudagur 17. september kl. 9:00 - 12:00 íslenska 10. bekkur
Þriðjudagur 18. september kl. 9:00 - 12:00 enska 10. bekkur
Miðvikudagur 19. september kl. 9:00 - 12:00 stærðfræði 10. bekkur
Fimmtudagur 20. september kl. 9:00 - 12:00 íslenska 4. og 7. bekkur
Föstudagur 21. september kl. 9:00 - 12:00 stærðfræði 4. og 7. bekkur
Eins og fram kemur hjá Námsmatsstofnun þá er tilgangur samræmdra könnunarprófa að athuga eftir því sem kostur er, að hvaða marki námsmarkmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða námsþáttum hafi verið náð. Einnig eiga prófin að vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur og veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og námsstöðu nemenda. Þá veita prófin upplýsingar um hvernig skólar standa í þeim námsgreinum sem prófað er úr, miðað við aðra skóla landsins.
Allar frekari upplýsingar um framkvæmd prófanna er að finna á heimasíðu Námsmatsstofnunar.
Deila