Rýmingaræfing gekk vel
Í morgun fór fram rýmingaræfing undir styrkri stjórn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Rýming húsnæðisins tók um 2 mínútur, sem er mjög góður tími, en um 440 manns eru í húsi í dag. Veðrið var eins og best var á kosið og gerði það allar aðstæður betri.
Það er nauðsynlegt fyrir okkur öll að æfa okkur í rýmingu, því flóttaleiðir og söfnunarsvæði þurfa að vera á hreinu svo og hlutverk hvers og eins starfsmanns. Æfingin gekk vel, en við förum ætíð yfir ferlið eftir á og bætum það sem hægt er.
Deila