VALMYND ×

Reglur varðandi skólahald

Skólahald er ekki fellt niður vegna veðurs nema brýna nauðsyn beri til. Þá er það tilkynnt í RÚV (Rás 1 og Rás 2), Bylgjunni og á heimasíðu skólans svo fljótt sem verða má.  Telji forráðamaður nemanda veður eða veðurútlit varhugavert þótt engin tilkynning hafi borist frá skóla varðandi skólahald, ber honum að meta hvort óhætt sé að senda nemandann í skólann. Slík tilvik ber að tilkynna til ritara strax að morgni.

 

Ef óveður skellur á meðan nemendur eru í skólanum þá er yngstu nemendum ekki hleypt heim nema í strætó/skólabíl, með foreldrum skólafélaga eða að foreldrar sæki þá eða tryggi börnum sínum örugga heimferð á annan hátt.  Nemendum er tryggð aðstaða í skólanum svo lengi sem þarf. 

Varðandi skólabíla fyrir dreifbýli og fatlaða, þá meta bílstjórar þeirra ástandið í þeim tilvikum sem skólastarfi er ekki formlega aflýst. Ef þeir telja akstur ótryggan eða varhugaverðan og heimferð e.t.v. í óvissu þá hafa þeir sambandi við sitt fólk og skólann.


Foreldrar eru hvattir til að sjá svo um að börn þeirra komi klædd miðað við aðstæður og hafi ávallt nauðsynleg gögn og útbúnað meðferðis.  Sjálfsagt er að benda á mikilvægi þess að nemendur noti inniskó.  Gólf eru stundum blaut, köld og óhrein, sérstaklega í námunda við anddyri.

Deila