Rauður dagur
Febrúar er hjartamánuðurinn og er honum fagnað víða um land. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla.
Rauði dagurinn er að þessu sinni er föstudagur 3. febrúar n.k. Þá eru starfsmenn sveitarfélaga og þá sérstaklega í skólum, ásamt nemendum, hvattir til að klæðast rauðu og sýna þannig í verki að við eigum að hugsa vel um hjartað okkar, undirstöðu þess að við erum á lífi.
Mætum í rauðu á morgun!
Deila