VALMYND ×

Rafræn foreldraviðtöl

Í ljósi covid aðstæðna verður foreldraviðtalsdagurinn 7. október með öðru sniði en vanalega. Fundirnir verða með rafrænum hætti og/eða með símtölum. Við gerum ráð fyrir að í 1.-5. bekk verði símafundir, þannig að umsjónarkennarar hringi á fyrirfram ákveðnum tímum í foreldra. Í 6.-10. bekk verða fundirnir í gegnum Google Meet og munu nemendur fara heim með iPadana sína á mánudaginn. Flestir nemendur þekkja vel þetta forrit frá því í vor og einnig munu kennarar rifja upp með þeim hvernig forritið virkar. Eftir sem áður verða foreldrar að skrá sig á viðtalstíma í mentor eins og áður og það verður opnað fyrir skráningarnar kl. 14 á morgun, föstudag. Foreldrar nemenda í 1.-5. bekk verða að láta fylgja í athugasemd símanúmer sem á að hringja í. Ef eitthvað er óljóst þá vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara.

Deila