Ráðning aðstoðarskólastjóra
Starf aðstoðarskólastjóra Grunnskólans á Ísafirði var auglýst í febrúar. Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri, sem verið hefur í leyfi frá skólanum síðasta eitt og hálft árið, sagði starfi sínu lausu. Tvær umsóknir bárust og voru báðir umsækjendur boðaðir í viðtal hjá mannauðsstjóra og sviðsstjóra ásamt skólastjóra. Að þeim loknum var ákveðið að ráða Helgu S. Snorradóttur sem hefur leyst af sem aðstoðarskólastjóri við skólann síðustu þrjú og hálft ár. Helga hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár sem stjórnandi hér við skólann og óskum við henni velfarnaðar í starfinu.
Deila