Púttað á Torfnesi
Á meðan helmingur nemenda á miðstigi reyndu sig í hjólagarði Vestra í gær, þá fór hinn helmingur nemenda í golf á púttvellinum á Torfnesi. Margir nemendur hafa ekki haldið á golfkylfu/pútter áður, en fengu leiðsögn hinna reyndari. Það eru forréttindi að hafa þessa flottu aðstöðu innan seilingar og vonandi verður framhald á heimsóknum okkar á púttvöllinn þar sem nemendur kunnu vel að meta þetta uppbrot í íþróttakennslunni.
Púttvöllurinn á Torfnesi var vígður formlega í september 2008 og var þá stærsti púttvöllur sinnar tegundar á landinu, 80 metrar að lengd. Að vellinum koma Golfklúbbur Ísafjarðar, Félag eldri borgara og Ísafjarðarbær.
Deila