Pólskukennsla
Í vetur var boðið upp á móðurmálskennslu fyrir pólska nemendur í skólanum. Marzena Glodkowska sá um kennslu fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi hér í skólanum og eldri nemendur voru í fjarnámi frá Tungumálaveri Laugalækjarskóla. Á laugardaginn var síðasta kennslustund vetrarins og lauk henni með sýningu fyrir foreldra, þar sem nemendur lásu og sungu á pólsku. Í lokin fengu nemendur viðurkenningu frá pólska sendiráðinu og fyrir lestrarátak. Mjög góð reynsla er af pólskukennslunni í vetur og stefnt er að því að bjóða upp á hana næsta vetur.
Deila