VALMYND ×

Pláss fyrir okkur öll

Í dag og í gær hafa verið þemadagar í gangi hjá okkur undir yfirskriftinni ,,Pláss fyrir okkur öll". Verkefnin sem lögð voru fyrir nemendur voru mjög fjölbreytt og miðuðu öll að því að vinna að umburðarlyndi gagnvart öllu fólki. Við þurfum öll að virða fjölbreytileikann og fagna honum, þar sem engir tveir einstaklingar eru eins og allir eiga rétt á að vera nákvæmlega eins og þeir eru. Í gær var baráttudagur gegn einelti og þemavinnan einnig hugsuð sem forvarnir gegn andfélagslegri hegðun. Við vonum svo sannarlega að þessi vinna skili sér í dýpri skilningi á fjölbreytileikanum og að við temjum okkur öll meira umburðarlyndi gagnvart öðrum. Það er pláss fyrir okkur öll - án þess að traðka á öðrum.

Deila