VALMYND ×

Piparkökuhúsagerð

Við höldum í þá skemmtilegu hefð í heimilisfræðivali á unglingastigi að baka og skreyta piparkökuhús. Húsin voru ákaflega falleg þetta árið og fjölbreytnin heilmikil. Það mátti sjá gleði og stolt í andlitum nemenda þegar þeir fóru heim með afraksturinn í síðustu viku. Húsin prýða nú yfir þrjátíu heimili á svæðinu. Guðlaug Jónsdóttir, Elva Jóhannsdóttir og Katrín Sif Kristbjörnsdóttir leiddu þessa skemmtilegu og gefandi vinnu.
 
 
 
 
 
Deila