VALMYND ×

Piparkökuhúsagerð

Undanfarið hafa nemendur í heimilisfræðivali unnið að hinum árlegu piparkökuhúsum. Húsin urðu samtals 28 í þetta skiptið. Þótt öll húsin séu í grunninn eins að gerð, með sama sniði, varð útkoman afar fjölbreytt og skemmtileg að vanda. Það er alltaf jafn gefandi að sjá gleðina og stoltið í andlitum krakkanna að verki loknu og verða vitni að tilhlökkun þeirra yfir því að fara heim með handverkið og sýna fjölskyldunni. Guðlaug Jónsdóttir heimilisfræðikennari stýrði verkefninu, en henni telst til að þetta sé þrettánda ,,piparkökuhúsaárið" í G.Í. Í fyrra féll verkefnið því miður niður vegna Covid 19.

Deila