VALMYND ×

Páskaleyfi

Í dag vantaði í það minnsta þriðjung nemenda í skólann vegna ófærðar og vegalokana. Samkvæmt útgefnum verkreglum lokum við ekki skóla nema í algjörri neyð og látum þá foreldra fá þær upplýsingar í pósti fyrir klukkan 7 að morgni. Einnig er það auglýst hér á heimasíðunni og á Facebook síðu skólans fyrir klukkan 7.

Því miður gátum við ekki haldið loka árshátíðarsýninguna í morgun eins og til stóð, þar sem margir nemendur og starfsfólk var fjarverandi, en stefnum að því sem fyrst eftir páska og auglýsum það þegar tímasetning liggur fyrir.

Nú tekur páskaleyfi við og óskum við starfsfólki, nemendum og fjölskyldum gleðilegrar páskahátíðar. Skólahald hefst að páskaleyfi loknu þriðjudaginn 2.apríl 2024.

 

Deila