VALMYND ×

Pangea

Í vetur tóku nemendur 8. og 9. bekkjar þátt í Pangea stærðfræðikeppni sem er fyrir alla nemendur áttundu og níundu bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

Öll vinna við skipulagningu og framkvæmd keppninnar er unnin af sjálfboðaliðum úr Félagi Horizon og raungreina- og verkfræðinemum. Kennarasamband Íslands hefur verið skipuleggjendum innan handar við gerð prófanna.

Nú er ljóst að einn nemandi G.Í. komst í úrslit Pangeu 2025. Það er hún Svaha Halldórsdóttir. Þetta er frábær árangur hjá henni og erum við innilega stolt af henni og óskum henni góðs gengis í úrslitakeppninni, sem haldin verður 17.maí í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Deila