VALMYND ×

Öryggishjálmar í 1.bekk

Í morgun kom Gunnlaugur Gunnlaugsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Bása hér á Ísafirði og færði öllum 1. bekkingum, alls 40 krökkum, öryggishjálma að gjöf. Þetta hafa Kiwanismenn gert undanfarin 30 ár eða svo og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Um leið minnum við alla á nauðsyn hjálmanotkunar, hvort heldur er á reiðhjólum, hlaupahjólum eða hvers kyns öðrum hjólum.

Deila