Opin vinnustofa
Solveig E. Söebech, myndmenntakennari, býður nemendum upp á opna vinnustofu þessar vikurnar. Vinnustofan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 12:50-15:45 og hafa nemendur verið duglegir að nýta sér það. Í síðustu viku gripu nokkrir nemendur úr 8.bekk tækifærið, fundu kork og pappa og hönnuðu gírkassa í Subaru, ásamt leikmyndamunum úr blöðum og gipsi. Í dag mættu upprennandi grafík listakonur í vinnustofuna í tilraunavinnu með prent af gelplötum. Sköpunargleðin var allsráðandi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Deila