VALMYND ×

Ólympíuhlaupið

Ólympíuhlaup ÍSÍ, áður Norræna skólahlaupið, hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá árinu 1984. Nemendur Grunnskólans á Ísafirði ætla að hlaupa í dag eins og mörg undanfarin ár. 

Hlaupið hefst kl. 10.00 og er hlaupið inn Seljalandsveginn og svo er misjafnt eftir árgöngum hversu langt þeir hlaupa. 

1. - 4. bekkur  - að Engi og til baka.

5. - 7. bekkur - að ,,Brúarnesti" og til baka.

8. - 10. bekkur - að Golfskála og til baka. 

Þrír skólaar sem ljúka þátttöku í hlaupinu fyrir 10. október og skila inn upplýsingum til ÍSÍ eru dregnir út og hver þeirra fær 150.000 króna inneign í Altis. 

Deila