VALMYND ×

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið) hefur verið fastur liður í skólastarfinu á haustin. Með því er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan. Í morgun hlupu nemendur yngsta stigs G.Í. frá Bæjarbrekku, inn að Engi og til baka. Miðstigið hljóp að Seljalandi og til baka og unglingastigið inn að Golfskálanum í Tunguskógi og til baka. Í hlaupinu er ekki keppt um hraða, heldur fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt sem það geta.

Nemendur létu veðrið ekki stöðva sig þó hitastigið sé ekki nema 4 gráður. Það er hressandi að hlaupa við þær aðstæður vel búinn og njóta hreyfingar og útiveru.

Deila