VALMYND ×

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ hefur nú tekið við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. 

Nemendur Grunnskólans á Ísafirði hlupu s.l. miðvikudag og stóðu nemendur sig afar vel að vanda. Hlaupið var frá Seljalandsvegi 2 og var hlaupaleiðin ýmist inn að Engi, Seljalandi eða golfskála, allt eftir aldri og getu nemenda.

Deila