VALMYND ×

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Unglingarnir hlaupa af stað
Unglingarnir hlaupa af stað
1 af 2

Í morgun tók skólinn þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem nú hefur tekið við af Norræna skólahlaupinu sem hefur verið hluti af skólaíþróttum síðan 1984. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Hlaupið var frá horni Seljalandsvegar og Urðarvegar. Yngstu nemendurnir hlupu inn að Engi og til baka, miðstigið inn að Seljalandi og til baka og unglingarnir gátu valið um að hlaupa inn að Seljalandi eða golfskála. Vel tókst til þrátt fyrir lágt hitastig, en veður var bjart og úrkomulaust og hið ágætasta hlaupaveður.

Deila