Nýtt skólaár
Líkt og undanfarin ár er nemendum Ísafjarðarbæjar séð fyrir nánast öllum gögnum sem þeir þurfa til náms í skólanum. Gert er ráð fyrir að nemendur í 1.-7. bekk sjái sér sjálfir fyrir skriffærum og nemendur unglingastigs sjái sér sjálfir fyrir skriffærum, reglustiku, gráðuboga og litum. Nemendur fá allar stíla– og reikningsbækur og möppur í skólanum.
Skólasetning verður með sama sniði og í fyrra. Mánudaginn 22. ágúst mæta nemendur og foreldrar í viðtöl til umsjónarkennara þar sem nemendur setja sér markmið fyrir ábyrgð og vinnu í skólanum. Opnað verður fyrir skráningar í viðtölin 17. ágúst.
Mánudaginn 22. ágúst fer 7. bekkur í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Haft verður samband við foreldra í vikunni á undan varðandi skipulag ferðarinnar.
Deila