Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Nú er Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) að hefjast, en hún er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika.
NKG hefst á haustin og lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem forseti Íslands afhendir stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl.
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, kennari hér við skólann, kynnti keppnina nú á dögunum fyrir nemendum, ásamt þeim Ástmar Helga Kristinssyni og Sigurjóni Degi Júlíussyni. Þeir félagar komust einmitt í úrslit fyrir tveimur árum með hugmynd sína að smáforritinu ,,Út að leika". Við vonum að sem flestir taki þátt í keppninni þetta árið og láti hugmyndir sínar verða að veruleika. Allar nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér.
Deila