VALMYND ×

Ný viðbragðsáætlun gegn einelti

Skólinn hefur nú gefið út nýja viðbragðsáætlun gegn einelti sem tók gildi 1.mars síðastliðinn. Foreldrar og starfsmenn hafa kallað eftir endurbótum sem er nú lokið. Sjálfsmatsteymi skólans, sem skipað er 5 starfsmönnum, tók áætlunina saman ásamt fulltrúa foreldrafélags skólans. Hún var svo lögð fyrir alla starfsmenn og skólaráð, sem skipað er fulltrúum nemenda, starfsmanna, foreldra og grenndarsamfélags. Það er því mikil vinna sem liggur að baki og allir framangreindir aðilar ánægðir með útkomuna.

Við hvetjum alla til að kynna sér þessa nýju útgáfu sem við vonum að eigi eftir að gera vinnsluferlið markvissara og áhrifaríkara.

Deila