VALMYND ×

Ný skólahreystitæki í notkun

Vorið 2019 hlaut skólinn verðlaun að fjáræð kr. 100.000 fyrir þátttöku sína í Hreyfiviku UMFÍ. Hugmyndin var að nýta fjármunina til kaupa á einhverjum tækjum sem hvetja til hreyfingar og heilbrigðis. Valin voru tæki til æfinga á hreystigreip, upphífingum og dýfum, sem eru keppnisgreinar í Skólahreysti. Nú eru tækin loksins komin á sinn stað í skólanum og var gaman að sjá þegar ungir nemendur nýttu tækifærið um leið og húsvörðurinn okkar var búinn að koma þeim fyrir og verða þau eflaust vel nýtt í framtíðinni.

Deila