Ný samþykkt heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar covid smita
Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis og samþykkt heilbrigðisráðherra frá því í gær þá eru ekki miklar breytingar hvað varðar skólana. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að geta haldið skólahaldi óskertu og verðum við öll að vera vakandi yfir því sem við getum gert. Við biðjum þá foreldra sem eiga erindi í skólann að spritta hendur um leið og þeir koma inn og beina erindum sínum til ritara þar sem því verður við komið. Þar sem ekki er hægt að koma við eins metra fjarlægðarmörkum er grímuskylda. Við mælumst til þess að foreldrar fylgi ekki börnum sínum að skólastofum þeirra heldur aðeins inn í anddyri og ef þeir þurfa að koma t.d. nesti eða íþróttafötum sem gleymdust heima, að fara ekki með að stofum barna sinna heldur koma því til ritara sem kemur því áleiðis. Eins og fram kom fyrir helgi þá eru foreldraviðtölin í þetta skipti með rafrænum hætti, það er annaðhvort í síma eða fjarfundi og mjög mikilvægt er að foreldrar skrái sig á viðtalið í mentor.
Vonandi skila hertar reglur á landsvísu sér fljótlega og smitum fari að fækka. Með samstöðu og ábyrgð getum við kveðið veiruna niður.
Deila