VALMYND ×

Ný reglugerð og litlu jól

Nú hefur ný reglugerð varðandi sóttvarnir litið dagsins ljós. Það eru litlar breytingar hjá okkur en þó þær að grímuskyldan fellur niður á unglingastigi. Þannig að frá morgundeginum er ekki skylda fyrir nemendur að vera með grímur en ef þeir kjósa svo þá er það í góðu lagi. Að öðru leyti höldum við óbreyttu skipulagi til jóla.
Þær takmarkanir sem nú eru í gildi hafa áhrif á litlu jólin að því leyti að ekki er hægt að blanda hópum saman þannig að jólaböllin falla niður. Litlu jólin verða því eingöngu í bekkjarstofum milli 10 og 12 þann 18. desember. Einnig teljum við það skynsamlegt að nemendur skiptist ekki á jólapökkum í ljósi aðstæðna.

Deila