VALMYND ×

Ný reglugerð frá 15.apríl

Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 15. apríl til 5. maí þá er engin breyting hjá okkur nema að nálægðartakmörkin er einn metri í stað tveggja áður.
Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi, þ.m.t. íþróttastarfi, í skólabyggingum með 1 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks. Sé starfs­fólki ekki unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum skal það nota andlitsgrímur. Ekki skulu vera fleiri en 20 starfsmenn í hverju rými, þó er starfsmönnum heimilt að fara milli hópa og rýma. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu og starfsfólk tónlistar­skóla.
Nemendur eru undanþegnir 1 metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil.
Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, sem og í mötuneytum og skólaakstri, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu.
Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilir fyrir aðra en nemendur og kennara. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skóla­byggingar nema nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.
Aðrir sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga, skulu halda 1 metra takmörkun, bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana.
Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými.
Ákvæði þessarar greinar eiga einnig við um frístundaheimili, félagsmiðstöðvar skólabúðir og skipu­lagt æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunnskólaaldri.

Hér má sjá reglugerðina í heild sinni. 

 

Deila