Nóg að gera hjá skólahjúkrunarfræðingi
Skólahjúkrunarfræðingur hefur í ýmsu að snúast í sínu starfi auk almennrar heilsuverndar. Sinna þarf heilbrigðisfræðslu, bregðast við lúsartilfellum, framkvæma flúorskolun hjá 1., 7. og 10. bekk tvisvar í mánuði og sjá um lyfjagjafir svo eitthvað sé nefnt.
Í liðinni viku heimsótti hjúkrunarfræðingur 4. bekk og fræddi nemendur um mikilvægi tannverndar. Einnig var 7. bekkur heimsóttur og fræddur um skyndihjálp.
Þá hefur lúsin enn og aftur gert vart við sig í skólanum og eru foreldrar minntir á mikilvægi kembingar. Send hafa verið bréf heim til þeirra sem þurfa að kemba, ásamt leiðbeiningum þar um.
Deila