Nemendur að störfum í Hollandi
Nemendur 10. bekkjar í Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskólanum á Suðureyri taka þátt í verkefni á vegum Evrópusambandsins, Erasmus+. Verkefnið tekur tvö skólaár og er tengt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Nemendur frá Búlgaríu, Grikklandi, Hollandi og Svíþjóð taka einnig þátt í verkefninu. Hluti hópsins er nú staddur í Delft í Hollandi, þar sem nemendur koma saman við leik og störf og ráða ráðum sínum þessa vikuna.
Síðastliðinn föstudag kynntu nemendur í 10. bekk þann hluta verkefnisins sem þeir unnu fyrir Hollandsferðina, fyrir nemendum í 8. og 9. bekk.
5 nemendur úr G.Í. fóru til Delft í Hollandi s.l. laugardag, en það eru þau Arnar Rafnsson, Halla María Ólafsdóttir, Kári Eydal, Oliwia Godlewska og Stefán Freyr Jónsson. Fararstjóri er Guðbjörg Halla Magnadóttir deildarstjóri og umsjónarkennari í 10.bekk. Í gær flutti hópurinn kynningu á sjálfum sér, skólanum og bænum. Í morgun sögðu þeir svo frá vinnu árgangsins með greinar 6-16 í mannréttindasáttmálanum, þannig að það er nóg að gera hjá hópnum og gengur allt að óskum.
Deila