Nemendasýning í Hversdagssafninu
Hlutirnir segja sögu er yfirskrift sýningar sem nokkrir nemendur í 9. og 10. bekk settu upp í Hversdagssafninu undir stjórn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, myndmenntakennara. Í vetur hefur hópurinn kynnt sér menningu og sköpun í Skutulsfirði og heimsótt til að mynda Byggðasafnið, þar sem hugmyndin að sýningunni kviknaði. Ferlið við að velja hlut og skoða söguna sem hluturinn segir hefur verið mjög gefandi fyrir nemendur.
Sýningin, sem er gluggasýning, stendur til 3. júní og hægt að skoða hana hvenær sem er fram að þeim tíma.
Deila