VALMYND ×

Nemendastýrð foreldraviðtöl

Miðvikudaginn 1.febrúar er foreldradagur hjá okkur. Við höfum verið að fikra okkur áfram með nemendastýrð foreldraviðtöl, sem er hluti af innleiðingu leiðsagnarnáms hér í skólanum og verða viðtölin nú með þeim hætti. Tilgangur nemendastýrðra foreldraviðtala er að valdefla nemendur, auka meðvitund þeirra um eigið nám og námsaðferðir og greina hvað þeir gera vel og hvar má gera betur. Nemendur eru þessa dagana að undirbúa viðtölin með því að velja sér verkefni til að kynna fyrir foreldrum sínum. Þar með fá þeir tækifæri til að sýna hvað þeir eru ánægðir með í sinni vinnu og gert sér betur grein fyrir hvaða hæfni er verið að þjálfa. 

Foreldrar geta nú skráð sig í viðtöl inni á Mentor og valið sér þá tímasetningu sem hentar best.

Deila