Náum áttum
Náum áttum er fræðslu- og forvarnahópur sem skipuleggur morgunverðarfundi um ýmis mál er varða forvarnir og velferð barna og ungmenna. Á síðasta fundi hópsins var fjallað um netnotkun barna og unglinga í snjalltækjum og hvernig best sé að bregðast við þeim vanda sem við blasir í nýjum könnunum meðal skólabarna. Upptökur af erindum má nálgast hér og hvetjum við foreldra til að fylgjast með þessum fróðlegu erindum og nýta sér þau í uppeldishlutverkinu.
Deila