VALMYND ×

Móðurmálsvika

Fyrir rúmum áratug tók Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, UNESCO þá ákvörðun að alþjóðlegi móðurmálsdagurinn skyldi á hverju ári haldinn hátíðlegur þann 21. febrúar. Íslenska UNESCO-nefndin og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hafa ákveðið að efna til nokkurra viðburða í vikunni 21.-28. febrúar 2014 í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins.  

Mikil menningarleg verðmæti felast í ræktun móðurmálsins sem styrkir stöðu einstaklinga, auðgar samfélag fólks og tengir saman ólíka menningarheima, bæði innan samfélags og á milli þeirra. Menning á Íslandi býr nú þegar yfir mikilli fjölbreytni og á hverjum degi eru í skólanum börn sem eiga sér fjölmörg ólík móðurmál. Í þessum ríkulega tungumálaforða okkar felast verðmæti sem okkur ber bæði að hlúa að og virða. Dagur móðurmálsins á að minna á það og vera okkur hvatning til að styrkja stöðu móðurmála.

Í tilefni af móðurmálsvikunni verður lögð áhersla á ritun hér í skólanum og unnið með hana á sem fjölbreyttastan hátt.

 

Deila