Mikið fjör á þemadegi
Linda Kristjánsdóttir, 8. bekk, skrifar:
Í dag og á morgun eru þemadagar hér í Grunnskólanum á Ísafirði. Skólanum er skipt í 28 hópa en 29 ef við í fjölmiðlahópnum erum tekin með. Það er mjög skemmtilegt að breyta svona til og gott að við þurfum ekki að vera sitjandi inni og læra alltaf. Það eru 14 stöðvar t.d söngstöð, diskó/brennó og leikir, hugleiðsla, súmba og margt fleira skemmtilegt.
Krakkarnir í fjölmiðlahópnum eru búnir að vera á fullu að taka myndir og viðtöl. Hóparnir eru líka á allskyns stöðum, t.d. í félagsmiðstöðinni, uppi á sundlaugarlofti og í blómagarðinun. Ég er til dæmis búin að vera að taka myndir af næstum því öllum hópum, en við krakkarnir í fjölmiðlahópnum höfum ekki verið í hópum sem eru að baka lummur og annað skemmtilegt, en við getum fengið að prófa og vera með og skoða það sem hinir eru að gera.
Við höfum sett inn mikið af myndum í dag hér á heimasíðuna og einnig munu nokkur myndbönd birtast þar í dag og á morgun.