Menningarfjölbreytni hjá 10. bekk
Fjöldi manns sótti menningarkvöld hjá 10. bekk í sal skólans í kvöld. Nemendur sýndu hæfileika sína í söng, hljóðfæraleik, dansi, ljóðalestri á dönsku, spænsku og pólsku auk þess sem boðið var upp á myndlistarsýningu. Í hléi var gestum svo boðið upp á kaffihlaðborð.
Auk þeirra sem stigu á svið komu fjölmargir nemendur að undirbúningi á einn eða annan hátt. Ágóði af kvöldinu verður nýttur í vorferð 10. bekkjar undir lok skólaársins.
Deila