Maskadagur
Það var líf og fjör í skólanum hjá okkur í dag, enda maskadagur. Veðurfræðingar gáfu út gula viðvörun fyrir Vestfirði í gær og í morgun, sem breyttist svo í appelsínugula eftir að skólastarf var hafið, en það hafði ekki áhrif á gleðina sem ríkti hjá börnunum. Nemendur fengu sitt árlega maskaball í 1. - 7. bekk og var gaman að sjá allar þær persónur, dýr, ofurhetjur, furðuverur og allt hvað heitir. Allar þessar verur skemmtu sér saman í sátt og samlyndi og höfðu leikgleðina og samheldnina að leiðarljósi í dag.
Deila