Maskadagur - maskaböll
Mánudaginn 15.febrúar er bolludagur/maskadagur. Þá hvetjum við alla til að mæta í búningum, bæði nemendur og starfsfólk. Maskaböll verða með aðeins öðru sniði en venjulega, þar sem ekki er leyfilegt að hafa fleiri en 50 nemendur í sama rými. Eva danskennari mun stýra dansinum í dansstofunni og verður dagskráin eftirfarandi:
kl.08:10-08:40 1. og 2. bekkur
kl.08:45-09:15 3.bekkur
kl.09:50-10:20 4.bekkur
kl.10:20-10:50 5.bekkur
kl.11:20-11:50 6.bekkur
kl.12:30-13:00 7.bekkur
Að sjálfsögðu er velkomið að koma með bollur í nesti á bolludaginn.
Undanfarin ár hefur verið starfsdagur á sprengidaginn, en þetta árið var starfsdagurinn færður til fimmtudags og liggur þá að vetrarfríi sem er á föstudaginn.
Deila