Maskaböll
Það er mikið um allskonar kynjaverur á göngum skólans í dag, enda hinn eini sanni maskadagur. Nemendur í 1. - 7. bekk mættu í þremur hópum í sal skólans á hin hefðbundnu maskaböll og var mikil gleði og stemmning eins og sjá má á þessum myndum.
Á morgun er svo starfsdagur kennara og geta nemendur því sofið út eftir annasaman dag.