VALMYND ×

Lúsin komin

Nú hefur höfuðlúsin gert vart við sig í skólanum og hafa foreldrar fengið sendar leiðbeiningar frá skólahjúkrunarfræðingi varðandi viðeigandi ráðstafanir. Lúsin smitast nær eingöngu við beina snertingu og er sáralítil  hætta á að smitast af umhverfinu en það  er þó möguleiki að smitast af greiðum/burstum og höfuðfötum. Lús sem dottið hefur úr höfði verður fljótt löskuð og veikburða og er hún háð hári til að geta hreyft sig úr stað.

Við hvetjum alla til að vera vel vakandi og reyna þannig að uppræta þennan leiða vágest.



 

Deila