VALMYND ×

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum

Anna María Ragnarsdóttir, Jóhann Ingi Guðmundsson og Dagný Rut Davíðsdóttir höfnuðu í þremur efstu sætunum
Anna María Ragnarsdóttir, Jóhann Ingi Guðmundsson og Dagný Rut Davíðsdóttir höfnuðu í þremur efstu sætunum
1 af 2

Í gær fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fram í Hömrum. Tólf nemendur frá fjórum skólum á norðanverðum Vestfjörðum lásu sögubrot og ljóð, en þessir nemendur höfðu verið valdir sem fulltrúar sinna skóla. Fyrir hönd G.Í. lásu þau Anna María Ragnarsdóttir, Dagný Rut Davíðsdóttir, Guðríður Vala Atladóttir, Hjálmar Helgi Jakobsson, Kolbrún María Ármannsdóttir, Patrekur Bjarni Snorrason og Sigurður Oddur Steinþórsson.

Dómarar þetta árið voru þau Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Dagný Annasdóttir, Dagný Arnalds, Kristbjörg Sunna Reynisdóttir og Þorleifur Hauksson og var fundarstjórn í höndum Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóri Skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar. Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri á Suðureyri, flutti hugleiðslu varðandi lestur og Heiður Hallgrímsdóttir sigurvegari keppninnar í fyrra kynnti skáld keppninnar.

Niðurstaða dómnefndar varð sú að Jóhann Ingi Guðmundsson frá Grunnskóla Bolungarvíkur sigraði, Dagný Rut Davíðsdóttir G.Í. hafnaði í 2. sæti og Anna María Ragnarsdóttir G.Í. í því 3. Við óskum öllum lesurum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Ekki má heldur gleyma þeim kennurum sem hafa séð um þjálfun þeirra ásamt foreldrum, árangurinn er einnig þeirra. 

Deila