Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram á morgun í Hömrum kl.17:00. Þar munu 13 nemendur úr 7.bekk á norðanverðum Vestfjörðum lesa valinn texta eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóð eftir Þórarin Eldjárn.
Krakkarnir hafa æft sig í framsögn allt frá Degi íslenskrar tungu, þann 16.nóvember síðastliðinn. Það verður gaman að hlýða á þessi frambærilegu ungmenni og eru allir velkomnir.
Deila