Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Í kvöld er lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum kl. 20:00. Grunnskólinn á Ísafirði sendir 6 fulltrúa úr 7. bekk, þau Emil Eirík Cruz, Hlyn Inga Árnason, Jakob Daníelsson, Rakel Maríu Björnsdóttur, Sigríði Erlu Magnúsdóttur og Þórð Gunnar Hafþórsson.
Við hvetjum alla til að mæta og hlýða á góðan upplestur og styðja við bakið á okkar fólki.
Deila