Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Á morgun, fimmtudaginn 22. mars fer lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fram í Hömrum. Nemendur úr 7. bekk frá flestum skólum á norðanverðum Vestfjörðum munu þar keppa í upplestri á sögubrotum og ljóðum.
Frá G.Í. eru sex fulltrúar, þau Elías Ari Guðjónsson, Eva Rún Andradóttir, Hákon Ernir Hrafnsson, Linda Marín Kristjánsdóttir, Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir og Sonia Ewelina Mazur. Til vara verða þau Birta Dögg Guðnadóttir og Sigurður Arnar Hannesson.
Hátíðin hefst kl. 20:00 og hvetjum við alla til að koma og hlýða á góðan upplestur og standa þannig við bakið á okkar fólki.
Deila