VALMYND ×

Lokaball nemenda

Það hefur því miður verið lítið um félagslíf hjá nemendum í vetur vegna ástandsins í samfélaginu. 10.bekkur nær þó að halda lokaballið sitt fimmtudaginn 3.júní í matsal skólans. Nemendum 7. - 9.bekkjar er boðið og kostar aðgöngumiðinn kr. 1.000. Sjoppa verður á staðnum með krap, popp, gos og nammi til að auka dansorkuna.

Ballið er frá kl. 19:30 - 22:30 og fer rúta út í Hnífsdal og inn í fjörð að ballinu loknu.

Deila