Litlu jólin og jólaleyfi
Á morgun miðvikudaginn 20.desember er síðasti skóladagur fyrir jólaleyfi. Þann dag höldum við litlu jólin hátíðleg, mætum spariklædd, göngum syngjandi kringum jólatréð, borðum sparinesti og njótum síðustu samverustunda ársins.
Litlu jólin eru frá kl. 9:00 - 12:00 og fer strætó klukkustund seinna af stað en venjulega úr firðinum og Hnífsdal. Hann fer svo til baka frá skólanum kl. 12:05 og þar með hefst jólaleyfið.
Við óskum starfsfólki okkar, nemendum og fjölskyldum þeirra ásamt öllum velunnurum gleðilegrar jólahátíðar með kærri þökk fyrir árið sem er að kveðja. Skólastarf hefst á nýju ári fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Deila