Litlu jólin
Föstudaginn 18. desember er síðasti skóladagur ársins. Nemendur mæta þá í betri fötunum og eru í skólanum frá kl. 10:00-12:00 og halda litlu jólin hátíðleg í sínum bekkjastofum. Sú venja að ganga kringum jólatréð er því miður ekki möguleg þetta árið, þar sem blöndun hópa er enn ekki leyfð og sleppum við auk þess öllum jólapökkum. En við gerum okkar besta til að gera daginn sem hátíðlegastan og eiga notalegar stundir saman.
Strætó fer úr firðinum og Hnífsdal kl. 9:40 og til baka aftur rúmlega 12:00. Dægradvöl er opin eftir það og eru foreldrar beðnir að láta vita þangað ef þeir ætla ekki að nýta sér það úrræði.
Deila