VALMYND ×

Litlu jól og jólaleyfi

Í morgun voru litlu jólin haldin hátíðleg. Allir mættu prúðbúnir og áttu saman notalega stund í sínum bekkjarstofum. Haldnar voru fjórar jólatrésskemmtanir í anddyri nýja skólans þar sem nemendur og starfsfólk sungu saman jólalög og dönsuðu í kringum jólatréð, við undirleik Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur skólastjóra. Jólatrésskemmtanirnar gengu einstaklega vel og gaman að sjá hvað allir nemendur nutu hátíðleikans og samverunnar. Að sjálfsögðu birtust nokkrir rauðklæddir sveinar og létu þeir ekki sitt eftir liggja í söngnum og dansinum, enda engir nýgræðingar þar á ferð.

Að litlu jólunum loknum hófst svo jólaleyfið og verður fyrsti kennsludagur eftir áramótin föstudaginn 4. janúar.


Deila