Litla upplestrarkeppnin
Í morgun fór Litla upplestrarkeppnin fram í 4.bekk, en undirbúningur hefur staðið yfir síðustu mánuði, þar sem lögð hefur verið rækt við vandaðan upplestur og framburð. Í raun má segja að um uppskeruhátíð sé að ræða fremur en keppni, þar sem allir nemendur árgangsins stigu á stokk og fluttu ljóð og texta fyrir foreldra og nemendur 3. bekkjar, auk þess sem þeir sungu og spiluðu á píanó. Birnir Snær Heiðarsson úr 7.bekk las einnig textabrot fyrir áheyrendur, en hann tók þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrr í vetur og stóð sig mjög vel og er því góð fyrirmynd fyrir yngri nemendur.
Nemendur stóðu sig allir með mikilli prýði og að dagskrá lokinni var boðið upp á djús og kökur úti í porti og auðvitað tók sólin þátt í gleðinni og þakkaði krökkunum fyrir góða frammistöðu.
Deila