VALMYND ×

Litla upplestrarkeppnin

1 af 3

Í gær hélt 4. bekkur Litlu upplestrarkeppnina, sem er orðin árlegur viðburður hér í skólanum. Nemendur buðu 3. bekk til áheyrnar, ásamt foreldrum og skólastjórnendum. Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin og ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Ávallt er lögð áhersla á virðingu og vandvirkni, allir nemendur eru með í liðinu og allir fá viðurkenningarskjal í lokin.
Krakkarnir í 4. bekk stóðu sig með stökustu prýði við upplesturinn. Einnig var fenginn gestalesari úr 7. bekk, hann Sveinbjörn Orri Heimisson, sem hafnaði í 3. sæti í Stóru upplestrarkeppninni í fyrri mánuði. Auk upplesturs voru tónlistaratriði, þar sem þeir Albert, Hákon, Guðmundur og Kristján Eðvald spiluðu á trommur og Tómas Elí spilaði á gítar.
Eftir dagskrána gæddu allir sér á gómsætum kræsingum.

Deila